Adam Ægir Pálsson hefur staðfest það að hann sé á leið aftur til landsins og er að koma til Vals.
Adam hefur undanfarið ár spilað á Ítalíu með Perugia og Novara en tækifærin hafa verið af skornum skammti.
Vængmaðurinn er því á leið heim en hann greindi frá því hjá Dr. Football í DocZone í dag.
,,Ég fer bara heim í Val þar sem mér líður best,“ segir Adam og bætir við að hann muni fljúga til landsins á þriðjudag.
Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Val sem stefnir að því að berjast um titilinn á þessari leiktíð.