Líkurnar á að Florian Wirtz yfirgefi Bayern Levrkusen aukast samkvæmt fréttum frá Þýskalandi.
Þessi 21 árs leikmaður er einn sá mest spennandi í heimi og hefur hann verið lykilmaður í liði Leverkusen undanfarin ár, en liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari.
Samningur Wirtz rennur út eftir rúm tvö ár og samkvæmt fréttum ganga viðræður um nýjan samning illa.
Ýtir það undir að hann fari í sumar en Manchester City og Bayern Munchen hafa bæði mikinn áhuga.
Leverkusen vill þó fá ansi vel greitt fyrir Wirtz, um 130 milljónir punda ef hann á að fara í sumar.
City myndi sennilega ráða betur við þá upphæð en Bayern, en ensku meistararnir sjá hann sem fullkominn arftaka Kevin De Bruyne.