Það bendir margt til þess að Ruben Amorim stjóri Manchester United kaupi nýjan markvörð í sumar, hann hefur ekki mikið álit á Andre Onana.
Nú segir Talksport að United sé farið að skoða Zion Suzuki markvörð Parma.
Landsliðsmaðurinn frá Japan er sagður kosta 40 milljónir punda og hefur United áhuga.
Fleiri markmenn eru sagðir á blaði United og Amorim er sagður skoða þá kosti sem hann getur sótt.
Onana gerði sig sekan um slæm mistök gegn Lyon í Evrópudeildinni í gær og gaf þar tvö mörk.