Sandro Tonali miðjumaður Newcastle er aftur undir rannsókn á Ítalíu fyrir ólögleg veðmál þar í landi.
Tonali er einn af tólf leikmönnum sem spiluðu eða spila í Seriu A á Ítalíu.
Mennirnir eru sakaðir um það að hafa veðjað á íþróttaleiki og farið í póker á netinu á ólöglegum síðum. Þeir eru ekki sagðir hafa veðjað á fótbolta.
Angel Di Maria fyrrum leikmaður Juventus og Nicolo Fagioli hjá Fiorentina eru einnig undir rannsókn.
Weston McKennie hjá Juventus er þar einnig og Leandro Paredes hjá Roma, fleiri eru á blaði.
Óvíst er hvaða refsingar þeir fá verði þeir fundnir sekir, Tonali var í október árið 2023 dæmdur í tíu mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.