Mohamed Salah mun áfram þéna 350 þúsund pund á viku hjá Liverpool, þetta segja ensk blöð í dag.
Salah gerði nýjan tveggja ára samning við félagið í dag en samningur hans átti að renna út í sumar.
Ensk blöð segja að Liverpool sé þarna að brjóta reglu sem FSG eigendur félagsins hafa haft.
Hafa þeir ekki viljað bjóða leikmönnum yfir þrítugt meira en eins árs samning.
Salah krafðist þess hins vegar að fá tveggja ára samning og sökum þess hafa viðræðurnar tekið mjög langan tíma.