Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deild kvenna, sem haldinn var í höfuðstöðvum Deloitte í dag, föstudag, var kynnt spá fulltrúa félaganna í deildinni um lokastöðu liða.
Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildinni sem spá. Ef spá þeirra gengur eftir mun Breiðablik standa uppi sem Íslandsmeistari í haust og verja þar með titil sinn.
Samkvæmt sömu spá verður það hlutskipti Fram og FHL að falla í Lengjudeild.
Spá fulltrúa félaganna um lokastöðu Bestu deildar kvenna 2025
1. Breiðablik
2. Valur
3. Þróttur Reykjavík
4. Þór/KA
5. Víkingur
6. Stjarnan
7. FH
8. Tindastóll
9. Fram
10. FHL