Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings þarf að fara í nokkuð miklar breytingar á byrjunarliði sínus strax í 2. umferð Bestu deildarinnar.
Aron Elís Þrándarson sleit krossband í fyrstu umferð og Gylfi Þór Sigurðsson lét reka sig af velli í 2-0 sigri á ÍBV.
Sölvi hefur nokkra kosti til að leysa það vandamál en ljóst er að Daníel Hafsteinsson fær tvo nýja menn með sér á miðsvæðið.
Ekki er ólíklegt Tarik Ibrahimagic fari úr bakverði og á miðsvæðið og Viktor Örlygur Andrason af kantinum og inn á miðjuna.
Matthías Vilhjálmsson gæti einnig stigið inn af bekknum. Víkingur tekur á móti KA á sunnudagskvöld.
Líklegt byrjunarlið:
Ingvar Jónsson
Davíð Örn Atlason
Gunnar Vatnhamar
Sveinn Gísli Þorkelsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Daníel Hafsteinsson
Tarik Ibrahimagic
Viktor Örlygur Andrason
Erlingur Agnarsson
Valdimar Þór Ingimundarson
Helgi Guðjónsson