Svo virtist sem orðaskipti Nemanja Matic og Andre Onana fyrir leik Lyon og Manchester United hefðu haft áhrif á markvörð United.
Onana gerði mistök í báðum mörkum Lyon í 2-2 jafntefli í Evrópudeildinni í gær.
Fyrir leik hafði Onana sagt United betra liðið og Matic sem er fyrrum leikmaður Untied svaraði fyrir sig, sagði hann Onana lélegasta markvörð í sögu United.
Onana hélt áfram að svara og minnti Matic á það að hann hefði ekki unnið einn titil með United.
Eftir leik liðana í gær fór Matic inn í klefa United og tók mynd af sér með starfsmönnum félagsins.
Að auki voru fjöldi leikmanna sem gáfu honum treyjurnar sínar sem hann fór með heim til sonar síns. Ekki er víst að Onana taki vel í þetta.