Fyrirliðar og þjálfarar í Bestu deild kvenna telja að Breiðablik muni verja titil í ár en Valur verði aftur í öðru sæti.
Því er spáð að Þróttur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar endi í þriðja sæti deildarinnar.
Nýliðum Fram og FHL er spáð falli en bæði lið stóðu sig vel í Lengjudeildinni í fyrra.
Svona er spáin fyrir Bestu deild kvenna.
Spáin:
Breiðablik
Valur
Þróttur
Þór/KA
Víkingur
Stjarnan
FH
Tindastóll
Fram
FHL