„Ég er ánægður, hann hefur verið frábær fyrir félagið í mörg ár,“ sagði Arne Slot stjóri Liverpool um nýjan samning Mo Salah við félagið.
Salah gerði tveggja ára samning í dag.
Slot hefur vitað í lengri tíma að Salah væri að framlengja en gamli samningur hans átti að renna út í sumar.
„Stuðningsmenn og samherjar hans eru ánægðir, vonandi getur hann sannað ágæti sitt enn á ný á sunnudag.“
„Þetta er ekki óvænt fyrir mig, ég hef vitað í lengri tíma að þetta væri á leið í þessa átt.“
„Stuðningsmenn eru kannski hissa, ég vissi um langt skeið að þetta myndi enda svona.“