
Arsenal vill framlengja samning ungstirnisins Ethan Nwaneri á næstunni samkvæmt BBC.
Sagt er að Arsenal muni setjast niður með þessum 18 ára gamla leikmanni og fulltrúum hans á næstunni, en Nwaneri þykir einn mest spennandi leikmaður heims.
Arsenal hefur ekki formlega boðið Nwaneri samning en mun það gerast á næstunni. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum semja til langs tíma og hækka verulega í launum.
Nwaneri hefur komið frábærlega inn í aðallið Arsenal á þessari leiktíð og var sérstaklega mikilvægur í fjarveru Bukayo Saka, þegar sá síðarnefndi var meiddur.