Meistarakeppni kvenna fer fram í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 19:15. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.
Víkingur R. er núverandi handhafi titilsins eftir að hafa unnið Val í fyrra.
Breiðablik og Valur mættust síðast í Meistarakeppni KSÍ árið 2022 og var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma. Valur vann svo leikinn 4-2 eftir vítaspyrnukeppni.