Tel er 19 ára gamall framherji og gekk hann í raðir Tottenham á láni í janúar. Félagið hefur svo möguleika á að kaupa hann á 43 milljónir punda í sumar vegna samkomulags félaganna.
Nú telur Bayern hins vegar að Tottenham muni ekki gera það í sumar. Gæti félagið því þurft að halda honum eða selja hann á töluvert minni fjárhæð.
Er þetta þar sem Tel hefur valdið vonbrigðum frá komunni til London. Er hann með tvö mörk fyrir Tottenham og verið langt frá því sem menn vildu sjá frá honum.