Newcastle ætlar sér að reyna að sækja tvo enska landsliðsmenn í sumar þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Þannig segja ensk blöð í dag að félagið vilji reyna að kaupa James Trafford markvörð Burnley.
Nick Pope hefur varið mark Newcastle síðustu ár en Newcastle vill yngja upp fá Trafford sem er 22 ára gamall.
Þá vill Newcastle fá Dominic Calvert-Lewin sem getur komið frítt í sumar.
Samningur enska framherjans er að renna út hjá Everton og ekkert þokast í viðræðum hans við félagið um nýjan samning.