Vinai Venkatesham sem hefur verið í stóru hlutverki á skrifstofu Arsenal í fjórtán ár hefur sagt upp störfum. Hann er á leið til Tottenham.
Venkatesham verður stjórnarformaður Tottenham og mun starfa náið með Daniel Levy.
Venkatesham hefur verið í hinum ýmsu hlutverkum hjá Arsenal en færir sig nú um set í Norður-Lundúnum.
Hann mun taka yfir öll helstu mál hjá Tottenham og reyna að hjálpa félaginu að komast aftur á rétta braut.
Gengi Tottenham innan vallar hefur verið mikil vonbrigði í ár en rekstur félagsins hefur verið góður.
🚨⚪️ Spurs confirm former Arsenal CEO Vinai Venkatesham will join the Club’s Board as Chief Executive Officer in the summer.
The 44-year-old spent 14 years across different roles with Arsenal and will now join #THFC. pic.twitter.com/nqEjvjYC9H
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 11, 2025