fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
433Sport

Lögfræðingur segir þekktan kærasta sinn hafa brotið alvarlega á sér – Lét hana drekka eigið þvag og tók það upp

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. apríl 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitri Payet fyrrum leikmaður West Ham og fleiri liða er sakaður um mjög alvarleg kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi.

Payet hefur spilað með Vasco da Gama í Brasilíu síðustu tvö ár en hann er 38 ára gamall.

Payet skoraði í dag.

Larissa Ferrari lögfræðingur í Brasilíu átti í ástarsambandi við Payet og segir hann hafa brotið hrottalega á sér.

„Ég varð fyrir árásum frá Dimitri Payet og það sá á mér eftir það,“ segir Larissa.

Larissa og Payet þegar allt lék í lyndi.

„Ég hef orðið fyrir líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu,“ segir konan og er málið komið á borð lögreglu.

„Okkar fyrsta rifrildi var í desember og þá sagðist hann ætla að refsa mér. Hann sagði mér að sanna það að ég elskaði mig, hann lét mig drekka mitt eigið þvag, sleikja gólfið og drekka vatn úr klósettinu.“

„Hann tók þetta allt saman upp, hann ýtti mér og labbaði yfir mig á meðan hann hótaði mér. Ég vil ekkert nema réttlæti, ég er lögfræðingur og kæmi ekki fram með svona ásakanir nema þær væru sannar.“

Payet hefur ekki viljað svara fyrir málið en hann á fjögur börn með fyrrum eiginkonu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Engin goðsögn ef hann kveður Liverpool í sumar

Engin goðsögn ef hann kveður Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

,,Erum ekki að fara að aflífa einhvern fyrir að gera mistök“

,,Erum ekki að fara að aflífa einhvern fyrir að gera mistök“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íhuga að ráða Vieira í sumar

Íhuga að ráða Vieira í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Gætu reynt aftur við Rashford – Til þess þarf þetta þó að gerast

Gætu reynt aftur við Rashford – Til þess þarf þetta þó að gerast
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Stórar vikur í handboltanum og umdeild atvik í Bestu deildinni

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Stórar vikur í handboltanum og umdeild atvik í Bestu deildinni