Liverpool hefur staðfest að Mohamed Salah hafi skrifað undir nýjan samning við félagið, er þetta gleðiefni fyrir félagið.
Samningur Salah átti að renna út eftir tímabilið.
Salah hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili og skorað 32 mörk í 45 leikjum fyrir Liverpool.
Hann hafði verið orðaður við önnur lið en vildi áfram og lokst tókst Liverpool að ná samkomulagi við hann.
Salah gerir tveggja ára samning. „Þetta er frábært, ég hef átt bestu árin mín hérna. Ég hef verið hérna í átta ár og vonandi verða þau tíu,“ sagði Salah.