AS Roma skoðar það að ráða Patrick Vieira sem sinn næsta stjóra samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Claudio Ranieri er að hætta með Roma í sumar, en hann tók við á miðju tímabili og er með liðið í 7. sæti Serie A sem stendur.
Roma leitar því að manni til að ráða til frambúðar og er Vieria nýjasta nafnið til að vera orðað við starfið.
Hann er þó ekki sagður fremstur í goggunarröðinni, en þar eru einnig Stefano Piolo. Maurizio Sarri og Vincenzo Montella.
Arsenal-goðsögnin Vieira, sem er til að mynda fyrrum sjóri Crystal Palace, er nú með Genoa og hefur verið að gera flotta hluti þar. Liðið er í 12. sæti Serie A.