fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
433Sport

Gætu reynt aftur við Rashford – Til þess þarf þetta þó að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. apríl 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford hefur farið nokkuð vel af stað í treyju Aston Villa frá því hann kom á láni frá Manchester United í janúar. Það er þó óvíst hvar hann spilar næsta sumar.

Rashford var úti í kuldanum hjá Ruben Amorim á Old Trafford en er kominn með þrjú mörk og fimm stoðsdendingar fyrir Villa það sem af er.

Félagið hefur möguleika á að kaupa hann í sumar samkvæmt samningi milli þess og United en ekki er víst hvort það ráði við launapakka hans, samkvæmt The Sun.

Önnur félög fylgjast því með gangi mála hjá Rashford og þar á meðal er Paris Saint-Germain, sem vann einmitt fyrri leikinn gegn Villa í 8-liða úrslitum Meistraradeildar Evrópu í vikunni.

PSG hefur áður sýnt Rashford áhuga og það er spurning hvort félagið reyni við hann á ný ef Villa ákveður að fá Englendinginn ekki í sumar. Það þykir allavega nokkuð ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spyr „hvers vegna í fjandanum“ þetta er ekki komið til Íslands eftir atvikið í Garðabæ

Spyr „hvers vegna í fjandanum“ þetta er ekki komið til Íslands eftir atvikið í Garðabæ
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tilbúinn að hjálpa hvaða liði sem er – ,,Þeir geta alltaf hringt“

Tilbúinn að hjálpa hvaða liði sem er – ,,Þeir geta alltaf hringt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona lítur spáin fyrir Bestu deild kvenna út

Svona lítur spáin fyrir Bestu deild kvenna út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óttast það að fá ekki peningana sína í sumar

Óttast það að fá ekki peningana sína í sumar
433Sport
Í gær

Fimm stór félög á Englandi hafa fundað með umboðsmanni Huijsen

Fimm stór félög á Englandi hafa fundað með umboðsmanni Huijsen
433Sport
Í gær

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið