Marcus Rashford hefur farið nokkuð vel af stað í treyju Aston Villa frá því hann kom á láni frá Manchester United í janúar. Það er þó óvíst hvar hann spilar næsta sumar.
Rashford var úti í kuldanum hjá Ruben Amorim á Old Trafford en er kominn með þrjú mörk og fimm stoðsdendingar fyrir Villa það sem af er.
Félagið hefur möguleika á að kaupa hann í sumar samkvæmt samningi milli þess og United en ekki er víst hvort það ráði við launapakka hans, samkvæmt The Sun.
Önnur félög fylgjast því með gangi mála hjá Rashford og þar á meðal er Paris Saint-Germain, sem vann einmitt fyrri leikinn gegn Villa í 8-liða úrslitum Meistraradeildar Evrópu í vikunni.
PSG hefur áður sýnt Rashford áhuga og það er spurning hvort félagið reyni við hann á ný ef Villa ákveður að fá Englendinginn ekki í sumar. Það þykir allavega nokkuð ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki fyrir United.