Arsenal, Chelsea, Liverpool, Newcastle og Tottenham hafa öll fundað með umboðsmanni Dean Huijsen varnarmanni Bournemouth.
Þessi 19 ára spænski landsliðsmaður hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína í vetur.
Hann spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum en Real Madrid hefur einnig áhuga á kapppanum.
Klásúla er í samningi hans en mörg ensk lið vilja fá hann og er líklegt er að hann fari frá Bournemouth.
Huijsen var keyptur til Bournemouth frá Juventus og hefur átt frábært tímabil.