Andre Onana var skúrkurinn þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli gegn Lyon í Evrópudeildinni í gær.
Onana gaf bæði mörkin sem Lyon skoraði en seinni leikurinn fer fram á Old Trafford.
Enskir miðlar halda því fram að Ruben Amorim vilji fá nýjan markvörð í sumar. „Ég hef mikla trú á Andre, svona getur gerst,“ sagði Amorim eftir leikinn.
„Þú spilar mikið af leikjum og eðlilega koma mistök. Ef þú skoðar tímabilið þá geri ég fleiri mistö en þeir.“
„Ég get ekkert sagt við Andre núna, ég hef ekki hitt hann. Ég nota mínúturnar eftir leik til að róa mig og segja réttu hlutina í þessu viðtali.“