Það bárust tiðindi af því í gær að Mohamed Salah kantmaður Liverpool væri á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Salah sem verður samningslaus í sumar hefur í allan vetur átt í viðræðum við félagið.
Nú stefnir í að Virgil van Dijk fari sömu leið en enskir miðlar segja að samkomulag við hans sé nánast í höfn.
Þar segir einnig að það sé orðið nánast klárt að Trent Alexander-Arnold fari til Real Madrid, þessi uppaldi leikmaður fer frítt til Spánar.
Liverpool hefur rætt við alla aðila í vetur um að vera áfram og nú stefnir í að tveir af þremur verði á sínum stað.