Stuðningsmaður Manchester United hefur fengið bann frá Old Trafford fyrir það að hafa slegið Jack Grealish um helgina.
Stuðningsmaðurinn var handtekinn eftir leikinn gegn Manchester City um helgina.
Atvikið átti sér stað þegar Grealish var að ganga inn í göngin fyrir leikmenn eftir leik.
Stuðningsmaðurinn teygði sig niður og gaf Grealish kinnhest, var hann handtekinn og ákæra birt honum á mánudag.
Maðurinn kemur fyrir dómara í júlí þar sem hann þarf að svara til saka.
Grealish kom inn sem varamaður í leiknum en hann var ekki alvarlega slasaður eftir atvikið og gat haldið deginum áfram án sjáanlegra áverka.