Því er haldið fram í Fichajes á Spáni að Arsenal sé tilbúið að setja 150 milljónir evra á borðið til að fá Lautaro Martinez framherja Inter.
Um er að ræða 128 milljónir punda sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans.
Martinez er 27 ára gamall og hefur átt mjög farsælan tíma hjá Inter.
Vitað er að Arsenal ætlar sér að sækja framherja í sumar og virðist Martinez vera eitt nafnið sem er til skoðunar.
Lautaro er landsliðsmaður frá Argentínu og er fyrirliði Inter í dag.