Lögreglan í London hirti 27 milljóna króna bíl sem Moises Caicedo miðjumaður Chelsea var á.
Atvikið átti sér stað á föstudag rétt fyrir utan æfingasvæði félagsins í Cobham.
Þannig var mál með vexti að Caicedo var ekki með ökuréttindi í Bretlandi og mátti því ekki keyra bílinn.
Caicedo er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en hann kostaði Chelsea 115 milljónir punda þegar hann kom frá Brighton fyrir tæpum tveimur árum.
Caicedo ætti að fá Audi RSQ8 bílinn sinn innan tíðar en á meðan þarf hann að ná sér í réttindi til að geta komið sér til og frá vinnu.