fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Hafa áhyggjur af breytingum hjá ríki og borg – Fær leyfi fyrir tækjakaupum þar til Reykjavíkurborg getur endurgreitt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 08:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundargerð KSÍ frá því í lok mars var birt á vefnum í vikunni, athygli vekur umræða um Laugardalsvöllinn þar sem farið er yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi og vonir standa til um að farið verði í.

Reykjavíkurborg er eigandi vallarins en ríkið hefur einnig komið að því að styðja við reksturinn, breytingar bæði í borginni og á landsvísu valda Inga Sigurðssyni stjórnarmanni KSÍ áhyggjum.

„ Ingi lýsti ákveðnum áhyggjum af framgangi mála og stöðugleika í öllu ferlinu vegna sviptinga í umhverfi stjórnmálanna,“ segir meðal annars í fundargerð KSÍ.

Búið er að skipta um ríkisstjórn og borgarstjórn frá því að framkvæmdir við leikvöllinn hófust.

Þá er einnig sagt frá því í fundargerð KSÍ að sambandið þurfi að ráðast í kaup á tækjum en vonir standa til um að Reykjavíkurborg (Eigandi vallarins) endurgreiði þann kostnað. Samtal KSÍ og Reykjavíkurborgar um endurnýjun á samning á rekstri vallarins eru í gangi þessa stundina.

Fundagerð KSÍ:
Ingi Sigurðsson fór yfir nýjustu fréttir af Þjóðarleikvangi ehf. og umfjöllun félagsins um næstu áfanga í uppbyggingu Laugardalsvallar. Ingi lýsti ákveðnum áhyggjum af framgangi mála og stöðugleika í öllu ferlinu vegna sviptinga í umhverfi stjórnmálanna –
bæði í borginni og á landsvísu. Til stendur að funda á vormánuðum með báðum aðilum og aðalfundur Þjóðarleikvangs verður haldinn um svipað leyti. Fyrir liggur að breyta þurfi samþykktum Þjóðarleikvangs ehf. vegna breytinga á hlutverki félagsins og á þeirri stefnu sem tekin hefur verið í fyrirhugaðri uppbyggingu Laugardalsvallar. Þær hóflegu hugmyndir sem koma frá KSÍ um uppbyggingu leikvangsins í nokkrum áföngum leggja grunninn að því sem gerist í framhaldinu.

b. Eysteinn Pétur Lárusson fór yfir tækjakaup sem liggur á vegna nýs leikflatar á Laugardalsvelli. Ljóst er að fjárfesta þarf í ákveðnum tækjabúnaði til viðhalds á leikfletinum, sem stefnt er á að verði tilbúinn til notkunar í júní á þessu ári. Um er að ræða tímabundna fjármögnun þar til Reykjavíkurborg getur endurgreitt KSÍ. Stjórn KSÍ samþykkti að veita framkvæmdastjóra umboð til kaupa á nauðsynlegum búnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Í gær

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu
433Sport
Í gær

Furðulostnir á stöðu Þorra í Garðabænum – „Eins og Jökull sé að tala um lítil börn“

Furðulostnir á stöðu Þorra í Garðabænum – „Eins og Jökull sé að tala um lítil börn“
433Sport
Í gær

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn