Ensk götublöð halda því fram í dag að Chelsea hafi mikinn áhuga á því að borga sektina og skila Jadon Sancho.
Sancho er á láni hjá Chelsea en félagið átti að kaupa hann á 25 milljónir punda frá Manchester United í sumar.
Í samningum er þó ákvæði um það að Chelsea geti borgað United 5 milljónir punda og skilað Sancho.
Forráðamenn Chelsea hafa ekki hrifist af frammistöðu Sancho en hjá United hefur enginn áhuga á að fá hann aftur.
Sancho er 25 ára gamall og hefur misst flugið á ferli sínum sem fór af stað með látum hjá Dortmund.