Erling Braut Haaland verður frá í allt að sjö vikur vegna öklameiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Bournemouth á dögunum.
Norski framherjinn meiddist í bikarsigri Manchester City um helgina og óttuðust stuðningsmenn það versta. Nú er ljóst að hann missir af næstu vikum.
Pep Guardiola, stjóri City, sagði á blaðamannafundi í dag að hann vonaðist til að Haaland næði síðustu leikjum tímabilsins og HM félagsliða í Bandaríkjunum í sumar.