Ólafur Kristjánsson, Arnar Grétarsson og Bjarni Guðjónsson bætast í hóp sérfræðinga Stúkunnar á Stöð 2 Sport í sumar.
Þetta kemur fram á Vísi og ljóst að um ansi öflugan liðsauka er að ræða, en í Stúkunni eru leikirnir í Bestu deild karla gerðir upp.
Með ofangreindum í sumar verða þeir Baldur Sigurðsson, Albert Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, en þeir hafa gegnt þessu hlutverki undanfarin ár.
Besta deild karla hefst á laugardag og er opnunarleikurinn á milli Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar.