Raphinha, einn besti leikmaður heims í dag, hefur tjáð sig um miðjumanninn Pedri sem spilar með honum hjá Barcelona.
Raphinha er gríðarlegur aðdáandi Pedri sem er einnig spænskur landsliðsmaður og er enn aðeins 22 ára gamall.
Brassinn viðurkennir að Pedri sé ekki að skora eða leggja upp jafn mikið og aðrir leikmenn en segir að hann sé í dag mikilvægasti leikmaður liðsins.
,,Pedri leggur ekki upp mörg mörk og hann skorar ekki mikið af mörkum en að mínu mati er hann mikilvægasti leikmaður liðsins,“ sagði Raphinha.
,,Ef þú spyrð mig þá er Pedri hjartað í Barcelona.“