Jurgen Klopp vill sækja ungstirnið Arda Guller frá Real Madrid til RB Leipzig í sumar, samkvæmt spænskum miðlum.
Hinn tvítugi Guler er á sínu öðru tímabili hjá Real Madrid en hefur glímt við meiðsli og ekki tekist að taka að sér stórt hlutverk í liðinu.
Tyrkinn er þó afar spennandi leikmaður og er áhugi annars staðar frá, en ljóst er að Real Madrid mun ekki selja ódýrt, geri félagið það yfirhöfuð.
Klopp er í starfi fyrir knattspyrnulið Red Bull um heim allan en athygli vekur að hans fyrrum félag, Liverpool, hefur einnig áhuga á Guler.