Newcastle er farið að búa sig undir lífið án Alexander Isak, fari framherjinn í sumar.
Ítalski miðilinn Gazzetta dello Sport heldur þessu fram og að Newcastle sé á eftir Dusan Vlahovic, framherja Juventus.
Þrátt fyrir að vera að eiga fínt tímabil, en serbneski framherjinn er kominn með 14 mörk fyrir Juventus í öllum keppnum, er félagið opið fyrir því að losa hann í sumar.
Newcastle mun samkvæmt þessum fréttum láta á það reyna ef Isak fer.
Svíinn er að eiga magnað tímabil og hefur hann verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims.
Þar má nefna ensku félögin Arsenal og Liverpool, sem og Barcelona og Paris Saint-Germain.