Framkvæmdir á Laugardalsvelli ganga vel, eftir því sem fram kemur í fundargerð frá síðasta fundi stjórnar KSÍ.
Verið er að leggja hybrid gras á leikflötinn og er verkið á áætlun samkvæmt fundargerðinni.
Þá kemur fram að stefnt sé að því að sáning í leikfljötinn fari fram um miðjan apríl.
Þá er unnið er að því meta stöðu ljósa í flóðljósamöstrum og stefnt að því að fá ljósmælingaraðila á næstu vikum.
Einnig er verið að vinna að kostnaðargreiningu á endurbótum á búningsklefum og fleiru.