Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að afar mikilvægur félagaskiptagluggi sé framundan fyrir liðið í sumar.
Það er útlit fyrir að Arsenal verði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð og leitar félagið að styrkingum til að landa loks þeim stóra.
Flestir eru á því að Skytturnar þurfi framherja og nú er Viktor Gyokeres hjá Sporting sterklega orðaður við liðið.
„Þetta verður stór félagaskiptaglugga fyrir okkur og við erum mjög spennt fyrr þessu,“ segir Arteta.
„Við þurfum að auka breiddina og bæta við gæðum til að taka okkur á næsta stig.“