Pini Zahavi, umboðsmaður Robert Lewandowskik, hefur staðfest það að leikmaðurinn verði áfram á mála hjá félaginu á næstu leiktíð.
Lewandowski verður 37 ára gamall á þessu ári en hann hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu.
Zahavi hefur þó staðfest það að Pólverjinn hafi lítinn sem engan áhuga á að færa sig um set að svo stöddu,
,,Robert verður áfram hjá Barcelona á næsta tímabili, það er 100 prósent,“ sagði Zahavi.
,,Hann er mjög ánægður hjá félaginu. Hann er samningsbundinn hér og mun virða það þangað til samningurinn rennur út.“
,,Tilboð frá Sádi? Við höfum ekki fengið það ennþá.“