Stjórn Manchester United og eigandi félagsins Jim Ratcliffe hafa gefist upp í því verkefni að vinna ensku úrvalsdeildina fyrir árið 2028.
Frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum en gengi United á þessu tímabili hefur verið fyrir neðan allar hellur þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni.
Ratcliffe eignaðist stóran hlut í United á síðasta ári en hann hafði sett sér það markmið að vinna deildina á næstu fjórum árum.
Samkvæmt nýjustu fregnum er það ekki lengur stefna félagsins og verður frekar stefnt að því að byggja upp góðan leikmannahóp og koma liðinu á réttan stað.
United hefur verið í töluverðri lægð síðustu ár en liðið vann deildina síðast 2013 undir stjórn Sir Alex Ferguson.