Nico Williams, leikmaður Athletic Bilbao, hefur staðfest það að hann hafi hafnað tilboði frá Barcelona síðasta sumar.
Barcelona gerði mikið til að fá Willians í sínar raðir frá Athletic eftir EM í Þýskalandi en leikmaðurinn sjálfur hafði engan áhuga.
Williams er uppalinn hjá Athletic og elskar félagið og verður erfitt fyrir önnur félög að tryggja sér hans þjónustu í sumar.
,,Athletic er mín fjölskylda. Tengingin okkar á milli er ótrúleg,“ sagði Williams um málið.
,,Ég held að ég muni aldrei finna fyrir því sama á öðrum stað. Á þeim tímapunkti þá tók ég ákvörðun sem ég taldi vera rétta og ég er mjög ánægður með hana.“