Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, vissi af því að hann gæti mögulega bætt eða jafnað met Sergio Aguero í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Salah skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Southampton og hefur nú skorað 184 deildarmörk sem er jafn mikið og Aguero.
Aguero var frábær fyrir Manchester City á sínum tíma en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.
,,Ég vissi af þessu meti en ég var ekki að hugsa um það á meðan ég spilaði leikinn,“ sagði Salah eftir leik.
,,Þetta er gott met að geta jafnað. Sergio var frábær leikmaður og er goðsögn í deildinni. Ég er mjög ánægður.“