Arne Slot, stjóri Liverpool, var pirraður út í sína menn í hálfleik gegn Southampton í gær.
Þetta segir helsta stjarna liðsins, Mohamed Salah, en hann skoraði sjálfur tvö mörk af vítapunktinum í 3-1 sigri.
Southampton var óvænt með 1-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en um er að ræða lið sem er á botni deildarinnar með aðeins níu stig.
,,Hann var nokkuð pirraður og lét okkur heyra það. Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleiknum,“ sagði Salah.
,,Við spiluðum ekki vel í dag. Ef þú vilt vinna ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina þá þarftu að vinna svona leiki.“