Goal hefur nefnt sex enska leikmenn sem eiga skilið sæti í enska landsliðshópnum undir Thomas Tuchel fyrir komandi verkefni í þessum mánuði.
Um er að ræða leikmenn sem fá ekki endilega kallið og hafa ekki spilað lykilhlutverk í síðustu verkefnum.
Listinn er ansi athyglisverður en Aaron Wan-Bissaka hjá West Ham er til að mynda á honum en litlar líkur eru á að hann verði valinn.
Tuchel hefur aldrei sett saman landsliðshóp á sínum þjálfaraferli en hann var ráðinn til starfa hjá Englandi í byrjun árs.
England mun spila gegn Albaníu og Lettlandi í næstu tveimur leikjum sínum en þar er leikið í undankeppni HM 2026.
Þennan lista má sjá hér.
Aaron Wan-Bissaka (West Ham)
Ivan Toney (Al-Ahli)
James Maddison (Tottenham)
Marcus Rashford (Aston Villa)
Ben White (Arsenal)
Adam Wharton (Crystal Palace)