fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Nafngreina fyrrum atvinnumann sem er kærður fyrir nauðgun – Stelpan var drukkin og steinsofandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Oluwasanmi Odelusi eða Sanmi Odelusi eins og hann er þekktur undir er líklega á leið á bakvið lás og slá fyrir nauðgun.

Um er að ræða leikmann sem einhverjir gætu kannast við en Odelusi spilaði á sínum tíma fyrir Bolton í næst efstu deild Englands og á einnig að baki þónokkra leiki í þriðju efstu deild.

Odelusi hefur ekki spilað fótbolta frá árinu 2020 en hann hefur nú verið ákærður fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað 2021.

Samkvæmt enskum miðlum þá nauðgaði Odelusi ungri konu sem var undir áhrifum áfengis og nýtti sér yfirburði sína á meðan hún var sofandi.

Atvikið átti sér stað eftir hitting um kvöldið þann 26. nóvember 2021 en konan var um tíma óviss hvort hún myndi kæra þennan fyrrum atvinnumann – hún lét að lokum verða að því.

Konan mætti ásamt vinkonu sinni í leigða íbúð þar sem Odelusi framkvæmdi meint brot en þau höfðu drukkið mikið áfengi þetta kvöld.

Greint er frá því að Odelusi hafi upphaflega með samþykki sofið hjá vinkonu stelpunnar en færði sig síðar í annað herbergi þar sem fórnarlambið svaf.

Fórnarlambið var sofandi er Odelusi braut á henni en hún vaknaði um tíma en átti í erfiðleikum með að átta sig á því hvað nákvæmlega væri í gangi.

Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað klukkan sex um morguninn en fyrrum leikmaðurinn harðneitar sök og segist ekki hafa brotið af sér á neinn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru fljótustu leikmenn Evrópu – Markavélin er á toppnum

Þetta eru fljótustu leikmenn Evrópu – Markavélin er á toppnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halldór opnar sig um áhuga Norðmanna á Höskuldi – „Var klárað á nokkrum dögum“

Halldór opnar sig um áhuga Norðmanna á Höskuldi – „Var klárað á nokkrum dögum“
433Sport
Í gær

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú