Aleksandar Mitrovic, fyrrum leikmaður Fulham og núverandi leikmaður Al-Hilal í Sádi Arabíu, var fluttur á sjúkrahús í dag
Mitrovic spilaði með félagsliði sínu síðast á föstudaginn og skoraði mark í 2-0 sigri á Al Faihah í Sádi Arabíu.
Serbinn var fluttur á sjúkhraús vegna hjartavandamála en útlit er fyrir að hann muni ná sér að fullu.
Mitrovic var að spila sinn fyrsta leik í um tvo mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri.
Hjartsláttur Mitrovic er talinn hafa verið of hraður og vildi leikmaðurinn og hans félag ekki taka neina áhættu.
Hvort Mitrovic spili næsta leik liðsins er óljóst en hann hefur sjálfur staðfest það að hann sé við góða heilsu eins og er.