Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Alfreð Finnbogason tók í fyrra til starfa sem yfirmaður knattpyrnumála hjá Breiðabliki. Halldór segir frábært að fá hann inn í starfið.
„Samstarfið hefur verið frábært. Hann var fljótur að setja sig inn í hlutina og er töluvert mikið á landinu. Ég tala við hann daglega og það er frábært að fá hann inn. Hann er með mikla reynslu og þekkingu sem hann hefur sankað að sér á ferlinum. Það er mjög öflugt að fá hann inn,“ sagði hann.
„Breytingin núna frá því 2023 er ótrúlega mikil. Bæði í þjálfarateyminu og á skrifstofunni. Eyjó, Alfreð og Tanja hafa öll komið hrikalega sterk inn.“
Umræðan í heild er í spilaranum.