Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Sem fyrr segir unnu Blikar Íslandsmótið í fyrra á fyrsta ári Halldórs sem aðalþjálfara. Fæstir spáðu liðinu titlinum þá en Halldór finnur engan mun á því að koma inn í mótið nú og þá.
„Ég upplifi það ekki. Ég kannski fylgist bara ekki nógu vel með umræðunni. Við settum okkur markmið í æfingaferðinni í fyrra, að við ætluðum að vinna mótið og við fórum aldrei frá því. Pressan kom innan frá og við hefðum aldrei sætt okkur við neitt annað en að vera í baráttunni,“ sagði hann í þættinum.
„Það urðu auðvitað töluverðar breytingar eftir 2023 tímabilið og aftur núna. Við ætluðum okkur stóra hluti í fyrra og ætlum okkur þá aftur núna.“
Umræðan í heild er í spilaranum.