Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Halldór var til að mynda spurður út í áhuga norska liðsins Brann í vetur á Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Blika.
„Það kom tilboð frá Brann. Það var auðvitað spennandi, lið sem er búið að vera í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð og nálægt því að vinna titilinn. En á endanum var niðurstaðan sú að Höskuldur yrði áfram í Breiðablik. Hann er hrikalega mikilvægur fyrir liðið, klúbbinn og íslensku deildina. Það er ánægjuefni fyrir okkur að hann verði áfram,“ sagði Halldór.
En var Höskuldur ekki áhugasamur um að fara út?
„Það hefur eflaust kítlað egóið mikið og hann verið spenntur að skoða það. Ég svosem var ekkert inni í dýptinni á öllum spjöllum. En þetta kom upp og var klárað á nokkrum dögum,“ sagði Halldór.
Umræðan í heild er í spilaranum.