Cole Palmer klikkaði í dag á sinni fyrstu vítaspyrnu fyrir Chelsea en hann fékk tækifæri á að komast á blað gegn Leicester.
Chelsea vann tæpan sigur á Leicester á Stamford Bridge en Palmer mistókst að skora á 22. mínútu.
Marc Cucurella tryggði Chelsea að lokum sigurinn en hann setti boltann í netið er um hálftími var eftir af leik.
Það fór fram mun fjörugri leikur á öðrum stað í London þar sem Tottenham fékk Bournemouth í heimsókn.
Þrátt fyrir að hafa lent 0-2 undir þá sneri Tottenham blaðinu við og tókst að jafna metin til að tryggja gott jafntefli.
Chelsea 1 – 0 Leicester
1-0 Marc Cucurella(’60)
Tottenham 2 – 2 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier(’42)
0-2 Evanilson(’65)
1-2 Pape Matar Sarr(’67)
2-2 Son Heung-Min(’84, víti)