Manchester United 1 – 1 Arsenal
1-0 Bruno Fernandes(’45)
1-1 Declan Rice(’75)
Lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Arsenal heimsótti þar Manchester United.
Leikurinn var ansi fjörugur og þá aðallega í seinni hálfleik en honum lauk að lokum með 1-1 jafntefli.
Bruno Fernandes kom United yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu.
Það tók Arsenal sinn tíma að jafna leikinn en Declan Rice sá um það með laglegu marki.
Bæði lið fengu svo sannarlega tækifæri á að vinna leikinn undir lokin en boltinn fór ekki inn og 1-1 jafntefli niðurstaðan.