Sara Salamo, kærasta knattspyrnumannsins Isco, hefur tjáð sig um hvernig hlutirnir fara fram í svefnherberginu heima fyrir.
Isco og Salamo hafa verið saman síðan 2017 og eiga þau þrjú börn saman en sá fyrrnefndi er leikmaður Real Betis á Spáni í dag.
Miðjumaðurinn var lengi á mála hjá Real Madrid og vakti athygli þar um langt skeið en hefur undanfarið spilað með Betis og staðið sig vel.
Salamo segir að það sé reglulegt að parið stundi kynlíf og virðist staðfesta það að það eigi sér stað á hverjum einasta degi.
„Við höfum unnið mikið og eigum börn en við erum samt með mikið keppnisskap,“ sagði Salamo er hún var spurð út í kynlífið á heimilinu.
Salamo á sjálf sína aðdáendur en yfir 800 þúsund manns fylgja henni á samskiptamiðlinum Instagram.