Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, er mikið orðaður við Sádi Arabíu í dag en allavega þrjú lið þar í landi horfa til Brasilíumannsins.
Vinicius er einn besti vængmaður Evrópu í dag en hann hefur íhugað það að taka skrefið og verða um leið launahæsti leikmaður í heimi.
Ekki nóg með það yrði Vinicius sá dýrasti í sögunni en Real gæti fengið allt að 400 milljónir evra í sinn vasa frá Sádi.
Samkvæmt Cadena Ser á Spáni er Vinicius enn að íhuga það að færa sig til Sádi en vill ekki skrifa undir fimm ára samning.
Vinicius myndi setja ákveðin skilyrði ef hann skrifar undir og þar á meðal er að samningurinn sé tveggja til þriggja ára langur ekki fimm ára eins og venjan er í dag.
Brassinn myndi fá einn milljarð evra á ári fyrir störf sín í Sádi og verða þetta dýrustu félagaskipti sögunnar ef þau ganga í gegn.