Kobbie Mainoo, ein af vonarstjörnum Manchester United, mun hafna nýju samningstilboði frá félaginu.
Guardian greinir frá en um er að ræða afskaplega efnilegan leikmann sem er einnig hluti af enska landsliðinu.
Mainoo hefur enn ekki náð samkomulagi við United um nýjan samning en hann vill fá verulega launahækkun ef það á að verða að veruleika.
Mainoo fær 20 þúsund pund á viku hjá United í dag en telur sig eiga skilið allt að 70 þúsund pund á viku þrátt fyrir ungan aldur.
United mun líklega ekki bjóða leikmanninum þau laun og samkvæmt Guardian er Englendingurinn nú að horfa annað.
Mainoo er talinn horfa erlendis og vill spila á Ítalíu eða Spáni og myndi United fá um 70-80 milljónir punda fyrir hann í sumarglugganum.